Pynting en samt gaman

Þegar ég er á fimleikaæfingu þá er rosalega gaman þegar það kemur að stökkum og heljarstökkum. Annars er algjör pynting þegar maður er að teyja. Splitt og spíkat og meira splitt og spíkat. En á öllum æfingu þá gerum við: Brú, heljarstökk, pike, straight, kraftstökk, handahlaup, arabastökk, armbeyjur, þröngar armbeyjur, magaæfingar bakæfingar og margt fleira. Og í byrjun æfingar þá hitum við upp með erfiðum hoppum, snúningum og hlaupum. Þó að þetta sýnist ekki auðvelt og skemmtilegt þá er það samt auðvelt, skemmtilegt og maður verður rosa montinn ef maður nær þessu öllu. Það væri gaman fyrir litlar stelpur að byrja í byrjendahóp. Þeim gæti fundist þetta rosalega gaman. Og svo eru úrvals fimleikabolir, síðerma og stutterma til sölu! Þetta er rosalega gaman. 

ljóð

Ég samdi þetta ljóð fyrir nokkru og mömmu og pabba fannst það flott og mér fannst það ágætt. Ég  vona að ykkur finnst það líkaSmile.

Snekkjan er notuð fyrir

auðugt fólk!

Snekkjan er úti á sjó

og auðuga fólkið horfir

á hið fallega sólsetur.

Þegar tunglið er uppi

sest auðuga fólkið niður

með rósir og vín.

 


Harry Potter...

Þegar Sá Einhverfi spilar Harry Potter í tölvunni þá ærist maður.  Hann öskrar upp eftir því sem sagt er í leiknum og endurtekur það tvisvar og hlær eins og illur prófessorGetLost. Tökum sem dæmi:Harry Potter hrópar: Flipendoo! Þá æpir drengurinn: Flipendoo! Og svo kemur þessi hláturFootinMouth. Hann lifir sig inní hlutverkið: Harry Potter.


Sirkushundur eða íslenskur fjárhundur

Þó að Viddi ( Hundurinn minn ) geti verið rosalega sætur, mikið krútt og skemmtilegur minnir hann samt á sirkustrúð. Hann getur verið sniðugur með lítinn bolta og stóran körfubolta. Fyrst að við eigum ekki fótbolta þá fer ég í fótbolta með körfubolta og þá er eins og Viddi sé andstæðingur minnSmile . Ég segi alltaf: Hvað geturðu, hvað geturðu? Og þá kemur Viddi hlaupandi að mér og lyftir loppunum upp í leiðinni og grettir sig. Og svo gef ég boltann til hans og Viddi stoppar boltann með loppunni og tekur hann svo upp með kjaftinum ( Hann er með stórann kjaft ) og verður mikill eltingaleikur. Ég myndi segja pirrandi sirkushundurJoyful .

Leti Gelgjunnar

Þegar stelpur eru komnar á vissan aldur þá byrjar gelgjuskeiðið og letin.  Maður nennir ekki í bíltúra en neyddur til þess að fara.GetLost Og svo kemur að bústaðaferð um helgina í einn dag til vinkonu mömmu, en maður vill bara chilla þessa helgi af því að það er páskafrí og páskar á sunnudaginn. Maður nennir svoooo ekki í þessa bústaðaferð og Unglingurinn fær að sleppa henni en ekki GelgjanPinch. Lífið þarf að sökka þó að maður sé ungurGetLost.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Anna Mae Cathcart-Jones
Anna Mae Cathcart-Jones
Mér finnst gaman að skrifa sögur og ljóð og mér finnst mjög gaman að dansa.'Eg er 11 ára og ég er ljóshærð og freknótt.Ég elska málfræði, stafsetningu, list og á góða fjölskyldu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband