Færsluflokkur: Ljóð
10.12.2010 | 16:43
Jólaspenningur, jólaskreyting, jólaundirbúningur og JÓLAPRÓF
Gott kvöld góðir hálsar ...
undafarnar vikur höfum við mamma verið mjög duglegar að skreyta húsið og í þarseinustu viku bökuðum við yndilegar smákökur sem kláruðust á 3 dögum... ekki veit ég hver stóð að baki.
Í dag fór ég próf, jólapróf í Dönsku. Ég var nú ekki mjög dugleg að læra en mér gekk þó ágætlega.
ég var búin snemma og ákvað að slaka á í smástund en þá verðu þessi smástund að klukkutímum. ég horfði nú bara á Jesús og Jósefínu og Journey to the center of the Earth, fór í tölvuna en svo saknaði ég sófans og ég var alveg viss um að hann saknaði mín líka þannig að ég vildi ekki valda honum vonbrigðum svo að ég lagst aftur í hann.
nú er jólaspenningurinn farinn að sýna sig og reyndar bara get ég ekki beðið Ég er ekki byrjuð að skreyta herbergið mitt en ég er með góða ástæðu: ég nenni alls ekki að þrífa þetta herbergi!
það er allt í messi! (ég veit að það er að sjálfsögðu mér að kenna upprunalega) But it has to be done
við heyrumst þá eftir jólin
kv: Jólapúkinn
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 21:37
Veik, veik, veik! Myndir og garn
kæru Íslendingar,
afsakið þetta bloggleysi mitt, hehe, en hér er ég mætt á ný...með FLENSU!!!
hóst hóst hóst og meira hóst. hér hef ég verið, í sófanum í 5 daga, í tölvunni og horft á sjónvarpið. ég fæ alltaf hita og svo með tímanum lækkar hann aftur... en svo fæ hita aftur og þetta heldur svona áfram!! ég verð ekki hissa ef að ég fer á vigtina og sé smá aukakíló. er búin að vera að narta í nammi og ís! er ekki búin að stíga fæti út fyrir heimalóð mína og dey úr leiðindum á daginn. hún mútta mín hefur munað aftur hvernig á að hekla og hefur hún verið dugleg að hekla teppi fyrir nýfædda litla stelpu! ég horfði á hana í gær vera að hekla og bað henni að kenna mér... og ég var fljót að læra hún er að hekla úr bleiku og hvítu garni en ég úr gulu. ég er ekki komin mjög langt.
í dag var ég að hjálpa henni að finna munstur fyrir teppið og við fundum nokkur.
í dag horfði ég á Mr bean með Ian og þegar það var búið fór hann niður en ég setti aðra spólu í.... Gunna og Felix!! jei. en gaman að sjá hvað ég horfði á þegar ég var yngri. og svo slóst hann eldri bróðir minn í för með mér og við horfðum á saman í smá stund og svo kom mamma inn og spurði "eruð þið ekki að djóka , eða?" og ég sagði nei en daníel sagði " þetta er klassík" en svo fór daniel og ég var þarna að hekla og horfa á Stundina Okkar Með Gunna Og Felix!! jei!!
nokkrum klst síðar....
hér er ég að horfa á sjónvarpið og er að horfa á garnið og er að spá í að taka það upp.... ööööö.. SEE YA!!!
haha bæ bæ íslendinar .. Gelgjan kveður!!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 14:58
Maríuhellar í Heiðmörk
Ég fór í Maríuhella í Heiðmörk í dag og það var geggjað gaman! Við settum á okkur hjálma og höfðum vasaljós með og við þurftum að fara í hlý föt. Þetta var eins kalt og ísskápur en ég var að deyja úr hita. Það var dimmt og sleipt og margir hellar til að fara í. þegar ég var búin að ganga um stund með pabba þá fór ég í helli með fimm öðrum krökkum og við prófuðum að slökkva á öllum vasaljósum sem við vorum með. Það var ekki það krípí en samt krípí. Þegar við fórum úr hellinum var útgangurinn sleipur og erfitt að komast upp. Eftir að ég og pabbi vorum komin upp þá fór ég að skoða aðra hella og vinur minn fann eitt stórt grýlukerti og hann sýndi mér hvar hann fann það og sá hellir var sleipur. Ég fór þangað inn og fann nokkuð stórt grýlukerti en ekki eins stórt og vinur minn fann. Ég reyndi að koma mér út en það var nokkuð erfitt en svo tókst það. Ég tók grýlukertið með mér heim og ég þvoði það. Og svo eftir það fór ég að borða það ( afsakið en mér finnst klakar góðir ). Og svo fór ég til vinkonu minnar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.4.2008 | 22:10
Pynting en samt gaman
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.3.2008 | 20:00
ljóð
Ég samdi þetta ljóð fyrir nokkru og mömmu og pabba fannst það flott og mér fannst það ágætt. Ég vona að ykkur finnst það líka.
Snekkjan er notuð fyrir
auðugt fólk!
Snekkjan er úti á sjó
og auðuga fólkið horfir
á hið fallega sólsetur.
Þegar tunglið er uppi
sest auðuga fólkið niður
með rósir og vín.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
24.3.2008 | 19:46
Harry Potter...
Þegar Sá Einhverfi spilar Harry Potter í tölvunni þá ærist maður. Hann öskrar upp eftir því sem sagt er í leiknum og endurtekur það tvisvar og hlær eins og illur prófessor. Tökum sem dæmi:Harry Potter hrópar: Flipendoo! Þá æpir drengurinn: Flipendoo! Og svo kemur þessi hlátur. Hann lifir sig inní hlutverkið: Harry Potter.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2008 | 13:13
Sirkushundur eða íslenskur fjárhundur
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
21.3.2008 | 21:04
Leti Gelgjunnar
Þegar stelpur eru komnar á vissan aldur þá byrjar gelgjuskeiðið og letin. Maður nennir ekki í bíltúra en neyddur til þess að fara. Og svo kemur að bústaðaferð um helgina í einn dag til vinkonu mömmu, en maður vill bara chilla þessa helgi af því að það er páskafrí og páskar á sunnudaginn. Maður nennir svoooo ekki í þessa bústaðaferð og Unglingurinn fær að sleppa henni en ekki Gelgjan. Lífið þarf að sökka þó að maður sé ungur.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar