Sirkushundur eða íslenskur fjárhundur

Þó að Viddi ( Hundurinn minn ) geti verið rosalega sætur, mikið krútt og skemmtilegur minnir hann samt á sirkustrúð. Hann getur verið sniðugur með lítinn bolta og stóran körfubolta. Fyrst að við eigum ekki fótbolta þá fer ég í fótbolta með körfubolta og þá er eins og Viddi sé andstæðingur minnSmile . Ég segi alltaf: Hvað geturðu, hvað geturðu? Og þá kemur Viddi hlaupandi að mér og lyftir loppunum upp í leiðinni og grettir sig. Og svo gef ég boltann til hans og Viddi stoppar boltann með loppunni og tekur hann svo upp með kjaftinum ( Hann er með stórann kjaft ) og verður mikill eltingaleikur. Ég myndi segja pirrandi sirkushundurJoyful .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hheheheh, frábær hundur!!! Ég átti einu sinni tík sem hét Nóra og hún var snillingur í fótbolta. Gleymi því aldrei þegar nokkrir gestir, sem voru í heimsókn hjá mér, fóru út í garð í fótbolta og það þurfti að loka Nóru inni í bíl því að hún truflaði svo mikið (og var langbest og sneggst). Hún var móðguð í marga klukkutíma á eftir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:20

2 identicon

Hæ Anna Mae

'Eg á eftir að kíkja oft á þig hér

Viltu vera bloggvinur minn

Kveðja Anna Frænka Hafnarfirði

Anna (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Velkomin á bloggið.....ég á 2 hunda svo hér er oft mikið fjör

Svanhildur Karlsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég gæti trúað því að eftir því sem hundarnir verða gáfaðari verða þeir örugglega líka meira pirrandi

en já Viddi er augljóslega með MJÖG stóran kjaft, er þetta venjulegur körfubolti? shit..

velkomin á bloggið

Guðríður Pétursdóttir, 22.3.2008 kl. 14:59

5 identicon

Velkomin

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:44

6 identicon

Velkomin í bloggið þú ert heppin að eiga hann vidda ég átti hund sem hét nói þegar ég var stelpa og hann var mikill félagi minn manni þarf aldrei að leiðast þegar maður á svona víni.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Skemmtilegur hundur..

Agnes Ólöf Thorarensen, 22.3.2008 kl. 16:12

8 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

..ooo..gleymdi einu..Til hamingju með síðuna þína.

Agnes Ólöf Thorarensen, 22.3.2008 kl. 16:14

9 Smámynd: Mummi Guð

Velkomin á bloggið.

Mummi Guð, 22.3.2008 kl. 17:58

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla að fylgjast með blogginu þínu.  Þú hlýtur að hafa erft frábært blogg-gen mömmu þinnar. 

Jens Guð, 22.3.2008 kl. 18:16

11 identicon

Velkomin á bloggið. Sé að þú ert jafn skemmtileg að segja frá eins og hún mamma þín Hlakka til að sjá fleiri sögur frá þér.

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 18:29

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Velkomin í bloggheima, fröken gelgja :)

SigrúnSveitó, 22.3.2008 kl. 21:06

13 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Velkomin á bloggið

Þóra Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 21:15

14 Smámynd: Heidi Strand

Er Viddi ekki íslenskur? Velkomin á bloggið.

Heidi Strand, 22.3.2008 kl. 21:24

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Velkomin á bloggið!
Þú ert bara fræg eins og mamma þín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.3.2008 kl. 22:06

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Anna Mae, til hamingju með síðuna og velkomin inn í bloggheima.

Vona barasta að allir verði góðir við þig og voffann þinn með stóra kjaftinn, hann bregst þér ekki.

Gangi þér vel, sjáumst  

Eva Benjamínsdóttir, 22.3.2008 kl. 23:23

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knúsaðu Vidda.  Hann er svo sætur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 00:00

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Minn hundur elskar fótbolta, hann sparkar honum með framfótunum.  Hann lærði fótbolta þegar hann var of lítill til að bíta í boltann.  Hann væri örugglega góður í marki, minn hundur heitir Úlfur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:05

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er hann íslenskur fjárhundur fallegi og skemmtilegi sirkushundurinn þinn?  Það var íslenskur fjárhundur heima hjá mér þegar ég var lítil og hann hló þegar ég hló, og hann grét þegar ég grét, -  og hann var langbesti smalahundurinn í allri sveitinni og þó víðar væri leitað. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:39

20 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með síðuna þína og gleðilega páska.

Þröstur Unnar, 23.3.2008 kl. 09:30

21 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:32

22 identicon

Velkomin á bloggið gelgja litla.  Þú ert greinilega dóttir mömmu þinnar.  Þú ert vel skrifandi og skemmtileg.

Bestu kveðjur í blogginu.. ég mun kíkja við annars slagið.  

Gleðilega páska ljúfust.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:25

23 identicon

hahaha greinilega fjör hjá ykkur.... þú ert yndi....ferskur andblær í blogg heiminn....  Kveðja Vala

Vala (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:32

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin á bloggið.  Viddi þinn er örugglega skemmtilegur hundur.  Það verður gaman að fygljast með þér hér.

Easter Bonnet  Innilega gleðilega páska til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:27

25 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Velkomin á bloggið

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 17:16

26 Smámynd: Halla Rut

Mig langar svo í hund, hlýtur að vera gaman.

Gleðilega páska. 

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 17:35

27 Smámynd: Adda bloggar

gleðilega páska

Adda bloggar, 23.3.2008 kl. 18:07

28 Smámynd: Gísli Hjálmar

Velkomin í bloggheima ...

Gísli Hjálmar , 23.3.2008 kl. 18:25

29 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Skemmtileg lesning - enda kannski ekki langt að sækja það. Velkomin á bloggið og gleðilega páska.

Markús frá Djúpalæk, 23.3.2008 kl. 20:16

30 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

VELKOMIN Á BLOGGIÐ FLOTTA STELPA!

Bergljót Hreinsdóttir, 23.3.2008 kl. 23:08

31 identicon

 gleðilega páska

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:34

32 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Flott blogg hjá þér, og velkomin í bloggheiminn

Sigrún Friðriksdóttir, 24.3.2008 kl. 00:16

33 identicon

VELKOMIN sem bloggari, sér að þú ert mjög goður penni , kiki inn aftur seinna tils að lesa hvað er að ske hjá þér !

Doris (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 00:25

34 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Velkomin í bloggheima, ég á líka 11 ára skvísu og hlakka til að fylgjast með skrifum þínum.   Þú ert greinilega góður penni eins og mamma þín :-)

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:45

35 identicon

Velkomin í bloggheiminn. Nú verður þú lesin rerglulega á Spáni...stutt í frægðina. Töffari

spanjola (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:26

36 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Velkomin í bloggheima.  Gaman að lesa það sem þú ert búin að skrifa.

Bergdís Rósantsdóttir, 24.3.2008 kl. 10:42

37 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Velkomin í frumskóg bloggheima :)

Jóhann Kristjánsson, 24.3.2008 kl. 13:50

38 identicon

Velkomin á bloggið gelgjuskott :)

ég kíki alltaf á mömmu þína til að sjá hvað hún hefur að segja af ykkur og sér.

Verður gaman að heimsækja þig líka og heyra þínar sögur og ég bíð spennt hvaða nafn mamma þín fær hjá þér hehehehe.

ég átti einusinni 2 hálf íslenska hunda þeir hétu Sprútta og Kátur. vitlausari hunda hef ég aldrei hitt, þeir eyddu öllum dögum standandi úti í læk og geltu að sílunum sem syntu um í læknum.

En ef átti að láta þá smala kind þá stóðu þeir bara eins og glópar horfðu í allar áttir og tóku svo strikið beint í lækinn og geltu meira en nokkurntímann.

vona að Viddi sé betur gefin en þessir 2 :) 

Halla (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:32

39 identicon

Velkomin á bloggið Anna Mae. Ég fylgist reglulega með bloggið hennar mömmu þinnar og það er ágætis viðbót að lesa þig líka. Hér á heimilinu er bloggari á tíunda ári en ekki á hún svona öfluga bloggmömmu eins og þú

Kannski ég bendi henni á þig svo hún geti lesið blogg hjá þeim sem eru nær henni í aldri

Hlakka til að fylgjast með þér á blogginu

Selma Kaldalóns (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:34

40 identicon

Sæl Anna !

Gaman að lesa bloggið þitt,já og gaman að honum Vidda,skemmtilegur hundur,ég á tvo hunda (tík og hund)hún er hálf labrad.og hálf dalmantía,hún á alltaf fótbolta(sprungin),sem hún tekur oftast með sér hvert sem er,(en við erum í sveit)þegar frost er biður hún um að fá að taka boltan inn,því annars verður hann svo harður að hún nær illa að halda á honum,en engin fær að koma við boltan nema í einstökum tilfellum að maður fær að sparka einu sinni fyrir hana,en það er alveg æðislegt að horfa á hana rekja boltan stundum langar leiðir.á eftir að kíkja oft til þín á bloggið ,kær kveðja ,sveitakona

Sveitakona. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Mae Cathcart-Jones
Anna Mae Cathcart-Jones
Mér finnst gaman að skrifa sögur og ljóð og mér finnst mjög gaman að dansa.'Eg er 11 ára og ég er ljóshærð og freknótt.Ég elska málfræði, stafsetningu, list og á góða fjölskyldu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband