Færsluflokkur: Lífstíll
10.12.2010 | 16:43
Jólaspenningur, jólaskreyting, jólaundirbúningur og JÓLAPRÓF
Gott kvöld góðir hálsar ...
undafarnar vikur höfum við mamma verið mjög duglegar að skreyta húsið og í þarseinustu viku bökuðum við yndilegar smákökur sem kláruðust á 3 dögum... ekki veit ég hver stóð að baki.
Í dag fór ég próf, jólapróf í Dönsku. Ég var nú ekki mjög dugleg að læra en mér gekk þó ágætlega.
ég var búin snemma og ákvað að slaka á í smástund en þá verðu þessi smástund að klukkutímum. ég horfði nú bara á Jesús og Jósefínu og Journey to the center of the Earth, fór í tölvuna en svo saknaði ég sófans og ég var alveg viss um að hann saknaði mín líka þannig að ég vildi ekki valda honum vonbrigðum svo að ég lagst aftur í hann.
nú er jólaspenningurinn farinn að sýna sig og reyndar bara get ég ekki beðið Ég er ekki byrjuð að skreyta herbergið mitt en ég er með góða ástæðu: ég nenni alls ekki að þrífa þetta herbergi!
það er allt í messi! (ég veit að það er að sjálfsögðu mér að kenna upprunalega) But it has to be done
við heyrumst þá eftir jólin
kv: Jólapúkinn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010 | 19:00
ömurlegur öskuDAGUR (ekki kvöld)
það er lonely öskudagur hjá mér. Talva, sjónvarp og saumur. ég vaknaði kl 9 (óvart) og tók sængina niður og skellti mér á sófann. og svo fór ég að horfa á mynd og SAUMA. hvað er ég? 88 ára? en ég náði að klára. svo fór ég í tölvuna og svo sneri ég mér aftur að gamla góða sjónvarpinu. svo var ekkert að gera þangað til Ian kom heim. Siðan pabbi. síðan rétt náði ég strætó.þegar ég var komin í strætóskýlið fattaði ég að ég gleymdi strætómiða. svo að ég hljóp aftur heim og hljóp til baka og strætó var 2 metra frá mér. ég var að deyja úr þorsta í hálftíma eftir það. ég var eini farþeginn í 15 mínútur. það var svo skrítið. Ég er hér í Hlíðarenda og teygja fyrir æfingu. (eða þannig) og ég er búin að plana öskudags kvöldið mitt.´ÉG ætla að leigja mynd og kaupa helling af nammi.
ég þarf að fara bæjó
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 02:14
Avatar er geðveik!!!
Kæru bloggarar!
afsakið bloggleysið mitt. líf mitt hefur verið óáhugavert undanfarið. (hihi)
Í kvöld fór ég með pabba, mömmu, og Danna í Laugarásbíó á myndina Avatar, sem var geðveik!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég lifði mig inní myndina. Það var eins og ég væri þarna á staðnum. Það voru hestar með 6 lappir og önduðu í gegnum bringuna og svona stórar flugeðlur sem voru ótrúlegar. Og fólkið býr... ætli nokkuð að ég sé að eyðileggja myndina fyrir ykkur. Ég er ekki alveg viss því að ég er ekki að segja frá neinu sérstöku, nema dýrunum en ég sagði ekki frá því hvað þau gera. Ég er þá bara að fara að lýsa fólkinu en ekki aðalatriðunum. Þau voru blá á litin með stór sæt kattaraugu og eina stóra fléttu. allir voru með eina stóra fléttu. og svo voru þau máluð eins og indíánar og með hala.
PS. Fléttan á fólkinu gerir svolítið sérstakt en þið þurfið að sjá myndina til að vita hvað það er.
ég kveð og örugglega í langan tíma.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 23:23
Englands ferðin skemmtilega
Fjölskyldan fór til Englands í sumar og það var geggjað gaman! Við vorum í flugvélinni og mér leiddist ekkert smá. Þegar við forum að fara að lenda (sem tók 30 mín. takk kærlega fyrir) þá fór Unglingurinn að fríka smá út. Við vorum loksins lent þá hugsaði ég að við værum svo að fara til ömmu en nei við áttum eftir að fara í gegnum enska flugvöllin. BORING! en svo vorum við ekki það lengi að fara í gegn. Frændi okkar Martin kom að sækja okkur og ég þrfti að sitja í miðjunni eins og alltaf og beltið var að drepa mig. Og svo þegar við komum eftir langan klukkutíma, búin að kafna úr svita, hita og þreytu eftir að hafa reynt að koma mér úr beltinu ( það þrýsti bara á magann). Við komum til ömmu og svo fórum við Daníel (unglingurinn) strax uppí gestaherbergi og byrjuðum að panta hvor rúmið við vildum fá. Ég fékk gluggarúmið sem var ekki svo slæmt. Annan daginn sem við vorum þarna fór Martin með okkur að sýna okkur húsið sem hann var að byggja fyrir Jenny, Sam og sig. Það er huge! VIð fórum svo heim. Ég hitti svo frænku mína Indy. Hún heitir India. Hún kom í stutt stopp og fór svo aftur heim. Næsta dag kom hún aftur og við fórum í sund og rennibrautirnar voru geggjaðar. Við fórum hrikalega oft í bláu rennibrautina hún var með mörgum beyjum og maður fór á pomsur sem leiddu okkur upp og snéri okkur svo við þannig að við fórum alla restina afturábak. við fórum upp áfturábak upp og svo afturábak niður. Rosalega krípí. Þegar við fórum uppúr þá voru allar sturturnar kaldar nema tvær. þegar við vorum búnar að klæða okkur þá fórum við og keyptum okkur kelinuhringi með sprinkles og milkshake. Hún fékk sér súkkulaði en ég jarðaberja. Daníel fékk sér krap. Við fórum heim og svo mátti ég gista með henni. Daginn sem ég gisti með henni þá fórum við að týna snigla með hús á bakinu. Við settum þá í box og fengum okkur fiskstauta, baunir og franskar. Það var mjög gott. þegar við vorum búnar að borða þá fengum við okkur cookie dough ice cream. Hann var Heaven On Earth! og á meðan vorum við í webkinz. Svo þegar við fórum að sofa sögðum við góða nótt við kettlingana og horfðum á The Simpson Movie. Og svo fórum við að sofa. Einn daginn þá fórum við að skoða bæinn þar sem pabbi ólst upp í. Bærinn hét Torqay. Við fórum að sjá Hairspary the musical og leikararnir fóru að skellihlæja í miðju atriði. Þegar sýningin var búin þá tókum við göngutúr í gegnum China Town og fengum okkur McDonalds. Við löbbuðum að hótelinu og tókum strætó held ég. Við vorum á hóteli sem hét The Grand Hotel. Það var með spa, sundlaugum og geðveikum herbergjum en ömulegri lyftu. Ég, pabbi og Daníel fórum í sund í hótelinu. Það var með innisundlaug sem var djúp. Og svo fórum við í úti sundlaug sem var hrikalega djúp og var með gosbrunn í miðjunni. Svo fórum við uppúr. Ég missti tönn og setti hana undir koddann en tannálfurinn kom ekki út af því að ég sagði mömmu ekki frá því að ég setti hana undir koddann. En þegar við komum heim til ömmu segir hún að hún fann svona 20 pund í töskunni sinni og gaf mér þau. Ég og Indy fórum og keyptum sama náttkjól, sama pils, sama ramma og sama webkinz. Við fórum í svona mini teyjustökk. Svo fórum við heim og þarna var litli frændi okkar Sam og Martin. Jenny komst ekki. Við báðum Martin að leika feluleik með okkur og hann sagði nei milljón sinnum þannig að við þurftum að gera samning við hann og þá sagði hann já.Við spiluðum svona 2 sinnum en þá fórum við að leika við Sam. næsta dag kom Martin, Jenny og Sam en Indy var ekki þarna þannig að ég hringdi og spurði hvort hún nennti að koma. Og við tvær vorum svona að passa hann Sam. Það var daginn sem við fórum heim. Við lögðum af stað kl. sjö og flugvélin fór kl. 9. Við fórum heim og það var seint en ég fór ekki að sofa.
Lífstíll | Breytt 28.7.2008 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar