12.4.2008 | 14:58
Maríuhellar í Heiðmörk
Ég fór í Maríuhella í Heiðmörk í dag og það var geggjað gaman! Við settum á okkur hjálma og höfðum vasaljós með og við þurftum að fara í hlý föt. Þetta var eins kalt og ísskápur en ég var að deyja úr hita. Það var dimmt og sleipt og margir hellar til að fara í. þegar ég var búin að ganga um stund með pabba þá fór ég í helli með fimm öðrum krökkum og við prófuðum að slökkva á öllum vasaljósum sem við vorum með. Það var ekki það krípí en samt krípí. Þegar við fórum úr hellinum var útgangurinn sleipur og erfitt að komast upp. Eftir að ég og pabbi vorum komin upp þá fór ég að skoða aðra hella og vinur minn fann eitt stórt grýlukerti og hann sýndi mér hvar hann fann það og sá hellir var sleipur. Ég fór þangað inn og fann nokkuð stórt grýlukerti en ekki eins stórt og vinur minn fann. Ég reyndi að koma mér út en það var nokkuð erfitt en svo tókst það. Ég tók grýlukertið með mér heim og ég þvoði það. Og svo eftir það fór ég að borða það ( afsakið en mér finnst klakar góðir ). Og svo fór ég til vinkonu minnar.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pabbi þinn skemmti sér líka real well walking into that rock. Skrámur og ört stækkandi glóðurauga setja svip sinn á daginn.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.4.2008 kl. 15:04
Innlitskvitt
Ómar Ingi, 12.4.2008 kl. 15:41
Ég hef aldrei komið í þessa hella en þeir virðast vera skemmtilegir.
Takk fyrir mig.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 17:58
Þakka fyrir skemmtilega færslu Anna Mae.
Ég þarf að drífa mig og skoða þessa hella.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.4.2008 kl. 18:00
Það er margt fallegt að skoða í heiðmörkini .þetta hefur verið ævintýrafer hjá ykkur
Eyrún Gísladóttir, 12.4.2008 kl. 18:04
Namm grýlukerti eru góð, sérstaklega ef þau eru stór
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2008 kl. 03:53
Grýlukerti eru gómsæt..þótt ótrúlegt megi virðast
......því þetta er jú bara ís..en svona er þetta bara
Ásta Björk Hermannsdóttir, 13.4.2008 kl. 08:44
Þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá þér og pabba þínum
Ég hef komið þarna en mér fannst hellarnir of krípí til að þora inn
Er það pabbi þinn sem er með glóðurauga ;)
Njóttu dagsins yndislegust
Anna Margrét Bragadóttir, 13.4.2008 kl. 11:37
Virðist skemmtilega að skoða hellana.Hef skoðað hella á Mývatni og það var einmitt krípi en mjög flott
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:00
Er með allt of mikla innilokunarkennd til að þora inn í svona hella. Vildi samt að ég þyrði því þetta er örugglega virkilega skemmtilegt.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:33
Ég hef komið þarna nokkrum sinnum og finnst hellarnir mjög spennandi...en samt líka pínu krípí....
Í skátunum í gamla daga voru það oft verkefni að fara og finna ýmsa staði og skoða og þóttu okkur hellar og svoleiðis mest spennandi....
Bergljót Hreinsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:54
Þetta hefur ekki verið leiðinlegt. Og klaki er góður og þá borðar maður hann.
Knús á þig Anna Mae
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 10:21
Komndu sæl og til hamingju með þitt framtak. Þessa hella langar mig að skoða, getur þú sagt frá hvar þeir eru í Heiðmörkinni ?
Kveðja Svala Birgis
Svala Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 07:14
Maður fer bara í Heiðmörk og leggur bara hjá bílnum og svo ferðu á grasið fyrir framan bílinn og ferð til vinstri niður svona hól og þar eru svona steinar eins og tröppur í laginu og þar niðri er lítið gat. Þú ferð niður þetta gat og maður þarf að passa sig þegar maður fer niður af því að það er sleipt þarna.
Hlutir sem þú þarft að hafa með þér er hjálmur og gott vasaljós. Það er iskalt eins og maður sé í ísskáp, þannig að maður þarf að klæða sig vel.
P.S þegar þú keyrir inní Heiðmörk passaðu þá að fara í bílastæðin til vinstri af því að hellarnir eru þar á móti.
Anna Mae Cathcart-Jones, 26.4.2008 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.