Jólaspenningur, jólaskreyting, jólaundirbúningur og JÓLAPRÓF

Gott kvöld góðir hálsar ...

undafarnar vikur höfum við mamma verið mjög duglegar að skreyta húsið og í þarseinustu viku bökuðum við yndilegar smákökur sem kláruðust  á 3 dögum... ekki veit ég hver stóð að baki. Whistling

Í dag fór ég próf, jólapróf í Dönsku. Ég var nú ekki mjög dugleg að læra en mér gekk þó ágætlega.Errm
ég var búin snemma og ákvað að slaka á í smástund en þá verðu þessi smástund að klukkutímum. ég horfði nú bara á Jesús og Jósefínu og Journey to the center of the Earth, fór í tölvuna en svo saknaði ég sófans og ég var alveg viss um að hann saknaði mín líka þannig að ég vildi ekki valda honum vonbrigðum svo að ég lagst aftur í hann.Halo

nú er jólaspenningurinn farinn að sýna sig og reyndar bara get ég ekki beðið Grin Ég er ekki byrjuð að skreyta herbergið mitt en ég er með góða ástæðu: ég nenni alls ekki að þrífa þetta herbergi!Blush
það er allt í messi! (ég veit að það er að sjálfsögðu mér að kenna upprunalega) But it has to be doneGetLost

við heyrumst þá eftir jólin Wink 
kv: JólapúkinnDevil

 


Veik, veik, veik! Myndir og garn

kæru Íslendingar,

afsakið þetta bloggleysi mitt, hehe, en hér er ég mætt á ný...með FLENSU!!!

hóst hóst hóst og meira hóst. hér hef ég verið, í sófanum í 5 daga, í tölvunni og horft á sjónvarpið. ég fæ alltaf hita og svo með tímanum lækkar hann aftur... en svo fæ hita aftur og þetta heldur svona áfram!!  ég verð ekki hissa ef að ég fer á vigtina og sé smá aukakíló. er búin að vera að narta í  nammi og ís! er ekki búin að stíga fæti út fyrir heimalóð mína og dey úr leiðindum á daginn. hún mútta mín hefur munað aftur hvernig á að hekla og hefur hún verið dugleg að hekla teppi fyrir nýfædda litla stelpu! ég horfði á hana í gær vera að hekla og bað henni að kenna mér... og ég var fljót að læraW00t hún er að hekla  úr bleiku og hvítu garni en ég úr gulu. ég er ekki komin mjög langt.

í dag var ég að hjálpa henni að finna munstur fyrir teppið og við fundum nokkur.

í dag horfði ég á Mr bean með Ian og þegar það var búið fór hann niður en ég setti aðra spólu í.... Gunna og Felix!! jei. en gaman að sjá hvað ég horfði á þegar ég var yngri. og svo slóst hann eldri bróðir minn í för með mér og við horfðum á saman í smá stund og svo kom mamma inn og spurði "eruð þið ekki að djóka , eða?" og ég sagði  nei en daníel sagði " þetta er klassík" en svo fór daniel og ég var þarna að hekla og horfa á Stundina Okkar Með Gunna Og Felix!! jei!!

nokkrum klst síðar....

hér er ég að horfa á sjónvarpið og er að horfa á garnið og er að spá í að taka það upp....                    ööööö.. SEE YA!!!

haha bæ bæ íslendinar .. Gelgjan kveður!!Heart

 


ömurlegur öskuDAGUR (ekki kvöld)

það er lonely öskudagur hjá mér. Talva, sjónvarp og saumur. ég vaknaði kl 9 (óvart) og tók sængina niður og skellti mér á sófann. og svo fór ég að horfa á mynd og SAUMA. hvað er ég? 88 ára? en ég náði að klára. svo fór ég í tölvuna og svo sneri ég mér aftur að gamla góða sjónvarpinu. svo var ekkert að gera þangað til Ian kom heim. Siðan pabbi. síðan rétt náði ég strætó.þegar ég var komin í strætóskýlið fattaði ég að ég gleymdi strætómiða. svo að ég hljóp aftur heim og hljóp til baka og strætó  var 2 metra frá mér. ég var að deyja úr þorsta í hálftíma eftir það. ég var eini farþeginn í 15 mínútur. það var svo skrítið. Ég er hér í Hlíðarenda og teygja fyrir æfingu. (eða þannig) og ég er búin að plana öskudags kvöldið mitt.´ÉG ætla að leigja mynd og kaupa helling af nammi.

ég þarf að fara bæjóKissing


Avatar er geðveik!!!

 Kæru bloggarar!

afsakið bloggleysið mitt. líf mitt hefur verið óáhugavert undanfarið. (hihi)

Í kvöld fór ég með pabba, mömmu, og Danna í Laugarásbíó á myndina Avatar, sem var geðveik!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég lifði mig inní myndina. Það var eins og ég væri þarna á staðnum. Það voru hestar með 6 lappir og önduðu í gegnum bringuna og svona stórar flugeðlur sem voru ótrúlegar. Og fólkið býr... ætli nokkuð að ég sé að eyðileggja myndina fyrir ykkur. Ég er ekki alveg viss því að ég er ekki að segja frá neinu sérstöku, nema dýrunum en ég sagði ekki frá því hvað þau gera. Ég er þá bara að fara að lýsa fólkinu en ekki aðalatriðunum. Þau voru blá á litin með stór sæt kattaraugu og eina stóra fléttu. allir voru með eina stóra fléttu. og svo voru þau máluð eins og indíánar og með hala.

PS. Fléttan á fólkinu gerir svolítið sérstakt en þið þurfið að sjá myndina til að vita hvað það erDevil.

ég kveð og örugglega í langan tíma.


Fjallganga og dans

Kæru gúmí púkar

afsakið þetta bloggleysi. Ég hafði eiginlega ekkert til að blogga umBlush En núna hef ég einkað til að blogga.

 Á miðvikudaginn 30.sept. þá fór ég með bekknum mínum í fjallgöngu á fjall sem heitir Hengill. Við vorum u.þ.b. 5-6 tíma í göngunni. (held ég) . Ég var með bakpoka sem var örugglega 2 tonn. Ég byrjaði á soldið erfiðari brekku en svo kom erfiðari brekka sem var svona um það bil 600 metra há en það mætta halda að hún var 2. kílómetra há. En ég segi frá henni eftir smá. Alla vega þessi fyrsta brekka hún var erfið af því að það var byrjunin. en svo urðu brekkurnar aðeins auðveldari. og líka erfiðari og erfiðari. ég var að deyja í lærunum og sérstaklega kálfunum. eftir nokkra metra var ég að drepast í bakinu útaf þessum bakpokaFrown

þegar við fengum okkur nesti var mér soldið kalt. það varð verra þegar ég borðaði KALT engjaþykkni. og svo fékk ég mér HEITT kakó og þá var mér ekki eins kalt. ég klæddi mig svo í hlífðarbuxur og eftir á var mér heitt. en stundum kalt. og svo fórum við niður þennan bratta skratta.  sú brekka var brött. í alvöru, ég hélt að  ég myndi renna niður í kirkjugarð. en ég komst niður lifandi og að þessari á sem var ísjökul köld, mjög gott vatn. og svo fórum við í helli sem var þar nálægt. og þá komum við að þessari bröttu brekku eða HELVÍTI KÁLFVÖÐVANNA eins og ég kalla hana. og þegar ég var komin á "toppinn" þá var ég að hvíla mig til dauðans. og eftir nokkrar mínútur þá leit ég upp getið þið hvað. VIÐ VORUM EKKI KOMIN Á TOPPINN. það var meira en helmingur eftir. ARRRRRRRRG. og loksins vorum við komin á toppinn.  við héldum áfram og fengum okkur annað nesti. (eftir aðra stóra brekku) þá var mér kalt og hitinn kom ekki aftur fyrr en eftir svona 15 mín. og ég var alveg að pissa í mig. skömmustulegt. og ég hélt að við værum að fara af fjallinu eftir svona 10-15 mínútur en neeei við kæmum af fjallinu eftir svona 40 min og ég var að springa. ég reyndi að gleyma því en svo steig ég í vatn og svo heyrði ég hljóð í læk fyrir aftan mig svona psssssst og svo sast ég niður og allar vinkonur mínar voru að þamba vatnið sitt það var mjög erfitt. og svo endaði eg með því að ég gerði nr. 1 á bak við klett. og svo vorum við komin aað rútunni og við þurftum að teygja og þegar það var búið  fórum við inn í rútuna, settumst og slökuðum á.

 

Og svo kom dansinn. ég náði strætó og kom á dans æfingu korter áður en hún byrjaði. hafði korter til að hita mig upp og teygja. og næsta morgun var ég ekki með harðsperur. jeeeei

 

bless gúmí  púkar


Skóli og skólavinnan

Kæru bloggarar

Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég skítaþreytt. ég fór ekki að sofa fyrr en hálf 12 í gær. ÚPPSBlush

ég var nefnilega að horfa á CORALINE í gær sem er mynd um stelpu sem finnur annan heim með skemmtilegri foreldrum og allt öðru skemmtilegu. mjög skemmtileg mæli með henniWink.  og þegar ég fór í skólann í dag þá fór ég á hjóli og á leiðinni var ég svo þreytt að ég sofnaði næstum á hjólinu. gott að ég var með hjálm. en ég datt ekki af. úff!!Frown 

þegar ég var að læsa hjólinu þá  var ég að drífa mig svo mikið að ég náði ekki að rugla tölunni almennilega. en mér var sama því að ég var að verða svo sein´. Ein mínúta til stefnu og ég hljóp að innganginum og um leið og ég fór inn hringdi bjallan. Úff þarna munaði mjóu.

Fyrsti tíminn var að lesa. Ekki svo slæmt er það nokkuð. sá næsti var hið fallega móðurtungumál ÍSLENSKA. það var soldið leiðinlegt. vorum að læra fyrir samræmdupróf.GetLost

næst var nesti SAMLOKA MEÐ SKINKU,ICE BERC KÁLI, PÍTUSÓSU OG GÚRKUM JUMMÍÍÍ!!!!!!

og aftur íslenska boorrinng (afsakið að ég tala svona illa um móðurtungumálið)

og svo voru það frímó. bara gaman evu finnst gaman að lemja fólk í fótana með litlum greinum. ÞAÐ ER EINS OG SVIPA ÁÁÁÁÁIIIIIIII!!!!!! NÚNA VEIT ÉG HVERNIG ÞAÐ ER AÐ LENDA UNDIR SVIPU EINS OG Í GAMLADAGA.

eftir frímó var það stærðfr. ekki svo slæmt. bara að læra undir samræmdu prófin í stærðfr. Sem eru á FÖSTUDAGINN!!!!!!!!!Pinch ekki eins og ég sé pirruð eða reið eða einhvað þannig . hvern er ég að kidda auðvitað er ég  PIRRUÐ OG REIР HVER ER ÞAÐ EKKI?!?!?!?!?!

og svo var það ritun. hún er skemmtileg ef að maður hefur einhvað til að skrifa um og ég skrifaði um nornabrennur.  en ég náði ekki að klára hana. ooo jæja ég klára hana bara seinna.

og svo vildi ég lesa söguna hjá Agli af því að hann sagði að þetta er um einhvern Jón. ég varð forvitin af´því að ég hélt að þetta væri um Jón í bekknum. en nei. þetta var um Jón sem borðaði grjón og elskaði sinn prjón. eftir fyrstu 2 orðin var ég ekkert eftir að fara að nenna að lesa þetta. ég gaf Agli aftur blaðið og sagði að þetta var ekkert spennandi. "nei nei er það ekki?" sagði hann. "þetta verður meira spennandi af því að það bætist önnur karakter í söguna. það er ljónið hans Jóns" og svo labbaði Gummi framhja mér og ég spurði hvað sagan hans var um. "Riddara" svaraði hann og Egill sagði að hans saga væri miklu betri. "já er það, við látum þá önnu mae bara dæma, hérna" sagði hann og rétti mér söguna´. ég byrjaði að lesa og hætti strax eftir 2 setningar. og sagði mjög fljótt "ókei Gummi þín saga er betri. mér leiddist ekki eftir 2 orð" og svo labbaði ég í burtu og setti á mig skólatöskuna, sagði bless við kennarann og labbaði út. og svo labbaði ég að hjólinu tók lásinn af og ætlaði að fara að byrja að hjóla heim með ebbalingi (evu) en svo þegar eva ætlaði að leggja af stað flæktist keðjan ´einhverju og einhvað beyglaðist mjög fyndið.

og svo þegar ég var komin heim fékk ég mér weetabix og horfði á disney channel og svo gekk að tölvunni kveikti á henniTounge og skrifaði svo færsluna.

*Anna "amma" Mae


um kvöldið og morguninn!!

kæru broskallar í gær þá var ég að leika við bestu vinkonu mína evu. okkur leiddist nokkuð mikið þannig að við fórum á trampólínið og hoppuðum í smástund. Eva sá einhverja skrítna flugu sem var röndótt eins og geitungur. nema rendurnar voru svartar og hvítar og fremri parturinn af búk flugunnar var bara eins og venjuleg fluga. þannig að það mætti halda að hún var blönduð af venjulegri flugu og geitungi. en ´nóg af þessu. í gær gerði ég súpu með evu. Ókei kannski, hugsanlega var þetta bara ógeðsdrykkur í staðin. en hráefnin voru mjög mörg. Já kannski var hráefnið öll kryddin í húsinu blandað við appelsínu brazza og vatn. súpan (ógeðsdrykkurinn) lyktaði hræðilega og og það bara sást að hún var mjög sterk.(við settum mikið af chili pepper og þá meina ég mikið) við settum soldið mikið af hveiti líka og salt og full af BBQ sósum. það fynda var að þegar við heltum sósunum yfir hveitið ( sem leit ekkert vel út) þá rann sósan af hveitinu og í súpuna og hveitið varð ekki einu sinni blautt. skrítið. og svo eitt kryddið var bara soldið stórar kúlur og þegar eva sá eina manaði hún mig til að smakka. ´´eg tók við þessari mönun eins og sannur karlmaður. (ég meina súpan var svo ógeðsleg að krakkarnir í afríku vildu hana ekki Guð blessi þessi börn grey) ég setti kúluna upp í mig og eva sá það ekki en það kom smá gums með.(ojojojojjojojoooooooooooooooooooj) ég fékk mér vatn en bragðið fór ekki. eftir smá stund átti eva að fara að borða heima hjá stóru systur sinni þannig að ég fór heim. þegar ég kom heim fór ég inn til mín og fór í tölvuna hennar Múttu. ég fór á margar síður og nenni ekki að telja þær upp. og svo þegar leið á kvöldið og America´s Got Talent byrjaði kom eva heim til mín og við horfðum á það og vorum í tölvunni. og svo þegar frænka mín fór inná msn hún India (frá englandi) þá bað ég hana um að segja mér eina sögu þegar hún var að gista hjá vinkonu sinni. ég vildi láta evu heyra söguna. en india man ekki eftir henni og eva ætlaði að segja við hana I don´t need too hear this story. og ég bannaði henni að segja það(ég veit ekki afhverju). og eva reyndi en ég bannaði og þá byrjuðu: GLÍMULEIKARNIIIIIIRRRR. við vörum að glíma algjorlega og ég náði að setja einhvað fyrir munninn hennar svo hún gat ekki alveg talað mjög skýrt og ég sagði mjög hátt(oskraði næstum því) eva er að tapa : LOSER. en svo var ég að tapa og eva gerði það sama nema sagði það við frænku mína á msn Anna Mae is the LOOOSER. eftir glímu keppnina þá sátum við í róleg heitum og horfðum á America´s Got Talent. eftir smá hringdi mamma hennar evu og sagði að hún ætti að koma heim. áður en eva fór þá var ég að jukka í lausu tönnina mína og veðjaði við hana að hún myndi fara um kvöldið.eva sagði ókei og fór svo. og  ég var orðin þreytt á þessari tönn svo að ég náði í klósett pappír og reif hana úr. ekkert vont ég setti hana í lófann og skoðaði hana vel og vandlega (ég veit ekki afhverju) og þegar klukkan var 23:40 þá varð ég þreytt, burstaði tennurnar og fór að sofa. Næsta morgun(í dag 13. sept) þá vaknaði ég aftur svona snemma útaf Ian. klukkan var 08:45 . Hann öskraði 6 sinnum í röð. það hefðu verið fleiri öskur en 6 ef ég hefði ekki öskrað á hann. ég reyndi svo að sofna aftur en gekk ekki mjög vel. þannig að ég fór fram úr og autvitað var hlýji sloppurinn minn óhreinn þannig að ég gat ekki farið í hann og ég var að frjósa. þegar ég var komin niður þá sá ég peysuna mína sem var soldið hlý þannig að ég fór í hana og fékk mér Cheerios og horfði á hannah montana og þegar það var búin spurði ég pabba hvort ég mátti fá seinasta kleinuhringinn. HANN SAGÐI JÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!! þannig að ég fór að háma hann í mig (ég á með sykurvandræði að stríða) og síðan fór ég í tölvuna og fór að skrifa þessa færslu. *Anna Kanna Mae


LOKSINS ER BLOGGAÐ

Kæru lesendur

Afsakið að ég hef ekki bloggað lengi. ég hef bara verið mjög löt undanfarin öömm... 2 ár.Blush

Alla vega ég vaknaði 8:23.  einhvað sem ég er ekki vön að geraWhistling. Það byrjaði þannig að einhverfi gaurinn byrjaði að öskra... BIG TIMEAngry og þar sem ég er vön því var mér alveg sama þannig að ég sofnaði aftur. og svo 3 mínútum seinna kemur Daníel (unglingurinn) inn og byrjar að einhverfast með Vidda (ekkert nýtt hér) og hann var BIIIIIIG TIIIIME háværari en Ian. þannig að ég fór fram úr með fýlusvip labbaði skakkt í herbergið á móti mér horfði með þreytulegum creepy augum á Daníel en sagði ekki neitt.

hann sagði good morning anna mae með glottiGetLost 

þegar hann sá andlitið á mér fór hann að hlæja og spurði hvað væri að mér. ég sagði ekki neitt en eftir 5 sekúndur sagði ég með sama svip ER EINHVAÐ AÐ ÞÉR!!!???. ég tók svo einhvern hlut af náttborðinu hans og kastaði í hann og strunsaði svo aftur (datt næstum út af því labbaði soldið skakkt) í herbergið á móti.

ég reyndi að sofna aftur en ég var með of mikið af maga harðsperrum til að fara í einhverja þægilega stellingu þannig að ég fór fram úr, í sloppinn minn og fór niður og kveikti á sjónvarpinu (surprise surpriseWhistling) og fékk mér weetabix í morgunmat og horfði á myndina Revenge Of The Nerds á bíó rásinni. Hrikalega fyndin og mæli með henni en ekki fyrir 12 og yngri. en þegar myndin var búin og ég var búin að borða fór ég að fletta á milli stöðva og rakst á svamp sveinsson á stöð 2 plús. og þegar það var búið þá fór ég upp og fór að skrifa þessa færslu.Joyful

* bless kæru lesendur

Anna Panna Mae

 


Englands ferðin skemmtilega

Fjölskyldan fór til Englands í sumar og það var geggjað gaman! Við vorum í flugvélinni og mér leiddist ekkert smá. Þegar við forum að fara að lenda (sem tók 30 mín. takk kærlega fyrir) þá fór Unglingurinn að fríka smá útGrin. Við vorum loksins lent þá hugsaði ég að við værum svo að fara til ömmu en nei við áttum eftir að fara í gegnum enska flugvöllin. BORING! en svo vorum við ekki það lengi að fara í gegn. Frændi okkar Martin kom að sækja okkur og ég þrfti að sitja í miðjunni eins og alltaf og beltið var að drepa mig. Og svo þegar við komum eftir langan klukkutíma, búin að kafna úr svita, hita og þreytu eftir að hafa reynt að koma mér úr beltinu ( það þrýsti bara á magann). Við komum til ömmu og svo fórum við Daníel (unglingurinn) strax uppí gestaherbergi og byrjuðum að panta hvor rúmið við vildum fá. Ég fékk gluggarúmið sem var ekki svo slæmt. Annan daginn sem við vorum þarna fór Martin með okkur að sýna okkur húsið sem hann var að byggja fyrir Jenny, Sam og sig. Það er huge! VIð fórum svo heim. Ég hitti svo frænku mína Indy. Hún heitir India. Hún kom í stutt stopp og fór svo aftur heim. Næsta dag kom hún aftur og við fórum í sund og rennibrautirnar voru geggjaðar. Við fórum hrikalega oft í bláu rennibrautina hún var með mörgum beyjum og maður fór á pomsur sem leiddu okkur upp og snéri okkur svo við þannig að við fórum alla restina afturábak. við fórum upp áfturábak upp og svo afturábak niður. Rosalega krípí. Þegar við fórum uppúr þá voru allar sturturnar kaldar nema tvær. þegar við vorum búnar að klæða okkur þá fórum við og keyptum okkur kelinuhringi með sprinkles og milkshake. Hún fékk sér súkkulaði en ég jarðaberja. Daníel fékk sér krap. Við fórum heim og svo mátti ég gista með henni. Daginn sem ég gisti með henni þá fórum við að týna snigla með hús á bakinu. Við settum þá í box og fengum okkur fiskstauta, baunir og franskar. Það var mjög gott. þegar við vorum búnar að borða þá fengum við okkur cookie dough ice cream. Hann var Heaven On Earth! og á meðan vorum við í webkinz. Svo þegar við fórum að sofa sögðum við góða nótt við kettlingana og horfðum á The Simpson Movie. Og svo fórum við að sofa. Einn daginn þá fórum við að skoða bæinn þar sem pabbi ólst upp í. Bærinn hét Torqay. Við fórum að sjá Hairspary the musical og leikararnir fóru að skellihlæja í miðju atriði. Þegar sýningin var búin þá tókum við göngutúr í gegnum China Town og fengum okkur McDonalds. Við löbbuðum að hótelinu og tókum strætó held ég. Við vorum á hóteli sem hét The Grand Hotel. Það var með spa, sundlaugum og geðveikum herbergjum en ömulegri lyftu. Ég, pabbi og Daníel fórum í sund í hótelinu. Það var með innisundlaug sem var djúp. Og svo fórum við í úti sundlaug sem var hrikalega djúp og var með gosbrunn í miðjunni. Svo fórum við uppúr. Ég missti tönn og setti hana undir koddann en tannálfurinn kom ekki út af því að ég sagði mömmu ekki frá því að ég setti hana undir koddann. En þegar við komum heim til ömmu segir hún að hún fann svona 20 pund í töskunni sinni og gaf mér þau. Ég og Indy fórum og keyptum sama náttkjól, sama pils, sama ramma og sama webkinz. Við fórum í svona mini teyjustökk. Svo fórum við heim og þarna var litli frændi okkar Sam og Martin. Jenny komst ekki. Við báðum Martin að leika feluleik með okkur og hann sagði nei milljón sinnum þannig að við þurftum að gera samning við hann og þá sagði hann já.Við spiluðum svona 2 sinnum en þá fórum við að leika við Sam. næsta dag kom Martin, Jenny og Sam en Indy var ekki þarna þannig að ég hringdi og spurði hvort hún nennti að koma. Og við tvær vorum svona að passa hann Sam. Það var daginn sem við fórum heim. Við lögðum af stað kl. sjö og flugvélin fór kl. 9. Við fórum heim og það var seint en ég fór ekki að sofa.

 

 


Maríuhellar í Heiðmörk

Ég fór í Maríuhella í Heiðmörk í dag og það var geggjað gaman! Við settum á okkur hjálma og höfðum vasaljós með og við þurftum að fara í hlý föt. Þetta var eins kalt og ísskápur en ég var að deyja úr hita. Það var dimmt og sleipt og margir hellar til að fara í. þegar ég var búin að ganga um stund með pabba þá fór ég í helli með fimm öðrum krökkum og við prófuðum að slökkva á öllum vasaljósum sem við vorum með. Það var ekki það krípí en samt krípí. Þegar við fórum úr hellinum var útgangurinn sleipur og erfitt að komast upp. Eftir að ég og pabbi vorum komin upp þá fór ég að skoða aðra hella og vinur minn fann eitt stórt grýlukerti og hann sýndi mér hvar hann fann það og sá hellir var sleipur. Ég fór þangað inn og fann nokkuð stórt grýlukerti en ekki eins stórt og vinur minn fann. Ég reyndi að koma mér út en það var nokkuð erfitt en svo tókst það. Ég tók grýlukertið með mér heim og ég þvoði það. Og svo eftir það fór ég að borða það ( afsakið en mér finnst klakar góðir ). Og svo fór ég til vinkonu minnar.


Næsta síða »

Höfundur

Anna Mae Cathcart-Jones
Anna Mae Cathcart-Jones
Mér finnst gaman að skrifa sögur og ljóð og mér finnst mjög gaman að dansa.'Eg er 11 ára og ég er ljóshærð og freknótt.Ég elska málfræði, stafsetningu, list og á góða fjölskyldu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband